Enn eitt áfallið rétt fyrir stórmót

Marko Mamic er með veiruna.
Marko Mamic er með veiruna. AFP

Króatíska landsliðið verður laskað er það mætir til leiks á EM karla í handbolta en liðið mætir Frakklandi annað kvöld klukkan 19:30 í fyrsta leik sínum. Leikið verður í Szeged, þriðju stærstu borg Ungverjalands. 

Lykilmennirnir Domagoj Duvnjak og Luka Cindric greindust með kórónuveiruna nokkrum dögum fyrir mótið og verða því ekki með króatíska liðinu, í það minnsta í fyrstu leikjunum, og nú hefur Marko Mamic bæst við.

Mamic, sem er einn besti varnarmaður króatíska liðsins, greindist með veiruna við komuna til Szeged og er því kominn í einangrun. Ásamt Frakklandi og Króatíu eru Serbía og Úkraína í sama riðli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert