Erum ekki hér til að vera með gott lið eftir þrjú ár

Arnar Þór Viðarsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum …
Arnar Þór Viðarsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. mbl.is/Jóhann Ingi

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, á von á erfiðum leik þegar Ísland og Bosnía eigast við á Bilino Polje-vellinum í Zenica í kvöld. Leikurinn er sá fyrsti hjá liðunum í J-riðli, en Portúgal, Liechtenstein, Lúxemborg og Slóvakía eru einnig í riðlinum.

Ætla má að Ísland verði í baráttunni um annað sæti riðilsins, ásamt Slóvakíu og Bosníu, og má því búast við spennandi leik.

„Öll lið spila til að vinna og við erum með sömu væntingar og Bosnía og Slóvakía. Við vorum ánægðir með riðilinn. En það þýðir ekki að þetta verði létt. Þetta er mjög erfiður útileikur,“ sagði Arnar á blaðamannafundi á vellinum í Zenica í gær.

Arnar á von á jöfnum riðli þar sem nokkur lið verða í baráttunni um sæti á lokamóti EM í Þýskalandi á næsta ári.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert