Draga þarf verulega úr áburðardreifingu

Bændur blanda áburði í dreifara vegna uppgæðslustarfs á Hrunamannaafrétti. Færri …
Bændur blanda áburði í dreifara vegna uppgæðslustarfs á Hrunamannaafrétti. Færri tonn af áburði fást nú fyrir sömu fjármuni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Liðlega tvöföldun á verði tilbúins áburðar hefur mikil áhrif á rekstur Landgræðslunnar. Ef keyptur yrði jafn mikill áburður og á síðasta ári myndi áburðarreikningurinn hækka um tugi milljóna króna. Verið er að fara í gegn um öll verkefni stofnunarinnar, endurhugsa og forgangsraða upp á nýtt.

Það eru einkum þrjú stór verkefni sem áburðarverðshækkunin hefur áhrif á; „Bændur græða landið“, landbótasjóðsverkefni og uppgræðsluverkefni sem Landgræðslan sjálf stendur fyrir, stundum í samvinnu við aðrar stofnanir eða fyrirtæki. Verður dregið úr framlögum til allra þessara verkefna.

Þriðjungs samdráttur

Landgræðslan styrkti verkefnið „Bændur græða landið“ til kaupa á samtals 1.137 tonnum af áburði á síðasta ári, til að græða upp heimalönd, auk fræs þar sem þurfa þótti. Landgræðslan hefur greitt meginhluta áburðarverðsins. Tæplega fimm hundruð þátttakendur eru í þessu verkefni.

Árni segir að reynt sé að færa fjármagn úr öðrum liðum til að halda þessu verkefni gangandi. Eigi að síður þurfi að minnka áburðarkaupin niður í 767 tonn, eða um þriðjung, og fara fram á aukið mótframlag bænda. Telur Árni líklegt að einhverjir landeigendur treysti sér ekki til að fara í verkefnið á þessum forsendum og það leiði þá til enn frekari samdráttar.

Ekki er búið að meta endanlega hvaða áhrif áburðarverðshækkunin hefur á Landbótasjóð sem styður verkefni á vegum uppgræðslufélaga, til dæmis á afréttum. Landgræðslan hefur lagt þeim til mikinn áburð. Telur Árni að grípa þurfi til svipaðs niðurskurðar og í „Bændur græða landið“.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag, 26. janúar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert