Góður leikur Steinunnar dugði ekki

Steinunn Hansdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Steinunn Hansdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/Robert Spasovski

Góður leikur Steinunnar Hansdóttur dugði skammt þegar lið hennar, Skanderborg, sótti heim Herning-Ikast í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.

Steinunn var markahæst í liði Skanderborg og var með 100 prósenta nýtingu því hún skoraði fimm mörk úr fimm skotum.

Herning-Ikast vann hins vegar öruggan sigur, 35:24, en Skanderborg er í 12. sæti af 14 liðum með níu stig og er á leið í úrslitakeppni um áframhaldandi sæti í deildinni. Mótherjar kvöldsins, Herning-Ikast, eru hins vegar í þriðja sæti með 34 stig, á eftir Odense með 43 og Esbjerg með 39 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert