fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Gerðu Uppábak gjaldþrota

Heimir Hannesson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 12:22

Byggingaiðnðurinn glímir við skort á starfsfólki. mynd/Arnþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptalokum Uppábak ehf. voru auglýst í Lögbirtingablaðinu og lýkur þar með 14 ára sögu fyrirtækisins sem áður hét Tonnatak ehf. Ekkert fékkst upp í 96 milljóna kröfur í þrotabúið.

DV náði sambandi við einn eiganda Uppábaks og spurði út í þetta sérkennilega nafn. Sagði hann eigendur fyrirtækisins hafa breytt nafninu skömmu fyrir gjaldþrot til þess að geta haldið hinu nafninu gjaldgengu. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um örlög fyrirtækisins.

DV ræddi einnig við skiptastjórann Guðbjarna Eggertsson. Guðbjarni sagði að skipti úr búinu hafi tekið nokkuð langan tíma vegna deilna um eignir þrotabúsins sem enduðu fyrir héraðsdómi, en að öðru leyti hafi kröfurnar verið nokkuð hefðbundnar miðað við hvers lags rekstur var um að ræða.

Tekjurnar margfölduðust síðustu árin

Fyrirtækið Tonnatak ehf. þann 26. júlí 2007 af tveimur félögum og var nýskráning félagsins í fyrirtækjaskrá auglýst í Lögbirtingablaðinu þann 25. september það sama ár. Tilgangur félagsins var skráður húsasmíði, önnur byggingarstarfsemi og lánastarfsemi. Félagið starfaði við hverskyns tré- og innréttingasmíði.

DV skoðaði ársreikninga félagsins aftur til ársins 2007 og má þar greina rekstur sem fór hægt af stað en tók vel við sér á góðærisárunum eftir bankakreppuna svokölluðu 2008-2012.

Fyrsta árið veltu þeir félagar um milljón á mánuði og skiluðu 674 þúsund króna hagnaði, sem mörgum myndi þykja býsna gott á fyrsta rekstrarári. Veltan jókst svo árið 2008 í um 19 milljónir en tapið það ár nam tæpum þremur milljónum. Árin eftir hrun voru eins og þekkt er ekki beysin ár fyrir byggingageirann og bar rekstur Tonnataks þess merki eins og annarra. Árið 2011 var reksturinn aftur kominn í grænt. Árið 2014 tvöfaldaðist svo velta fyrirtækisins á milli ára og var þá komin í um 48 milljónir. Árið 2015 námu tekjurnar 92 milljónum og árið 2016 tvöfölduðust þær svo enn og aftur og námu hvorki meira né minna en 206 milljónum og skildi velta þess árs eftir sig hagnað upp á tæpar 28 milljónir króna.

Úr Tonnatak í Uppábak ehf rétt fyrir gjaldþrot

Eignir félagsins á þessum síðasta rekstrarreikning námu 276 milljónum króna. Vó þar þyngst óinnheimtar viðskiptakröfur að fjárhæð 190.739.984 kr. Skuldir félagsins námu rétt tæpum 250 milljónum.

Þann 16. ágúst 2017 breyttu eigendur félagsins nafni þess úr Tonnatak ehf. í Uppábak ehf. Samkvæmt upplýsingum DV var það gert í þeim tilgangi að hlífa nafninu Tonnatak frá bitrum örlögum gjaldþrotameðferðar sem beið fyrirtækisins. „Sprell“ sagði einn sem þekkti til.

Uppábak var svo úrskurðað gjaldþrota 9. nóvember árið 2017 og voru skiptalokin auglýst í dag, sem fyrr sagði. Lýstar kröfur námu 96 milljónum en þar sem engar eignir fundust var ekki tekin afstaða til þeirra allra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur