fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ung stúlka ákærð fyrir hættulega líkamsárás

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 5. júlí 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 25. ágúst verður fyrirtaka í sakamáli gegn ungri konu, sem fædd er árið 2003. Héraðssaksóknari hefur ákært hana fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn konu sem er tveimur árum eldri. Atvikið átti sér stað fyrir utan verslun í Þorlákshöfn í mars árið 2019. Ljóst er því að rannsókn málsins hefur dregist mjög mikið.

DV hefur ákæruna í málinu undir höndum. Stúlkan er sökuð um að hafa veist að þolandanum með ofbeldi, slegið hana ítrekað í höfuðið með krepptum hnefa og sparkað í höfuð hennar eftir að hún féll í jörðina, þannig að höfuð hennar slóst utan í steinvegg. Afleiðingarnar af þessu urðu þær að konan hlaut mar á efra augnloki vinstra auga og hægri neðri kjálka, sem og verk í hnakka.

Héraðssaksóknari krefst þess að unga konan verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Konan sem varð fyrir árásinni gerir einkaréttarkröfu og krefst einnar milljónar króna í miskabætur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar