Sjö handteknir vegna kynþáttaníðs

Vinícius Júnior.
Vinícius Júnior. AFP/Thomas Coex

Spænska lögreglan hefur handtekið sjö manns vegna gruns um að hafa beitt Vinícius Júnior, knattspyrnumann hjá Real Madríd, kynþáttaníði.

Þrír voru handteknir í Valencia eftir leik liðanna í spænsku 1. deildinni á sunnudag og fjórir til viðbótar voru handteknir í Madríd, grunaðir um að hafa hengt eftirmynd af Vinícius, brúðu í líki hans, fram af brú við hraðbraut í janúar síðastliðnum.

Brasilíski kantmaðurinn, sem er dökkur á hörund, hefur stöðugt orðið fyrir kynþáttaníði í leikjum með Real Madríd á Spáni á tímabilinu og hefur ítrekað gagnrýnt spænska knattspyrnusambandið fyrir að taka ekki harðar á málunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert