Þrír drepnir í Japan

Lögregluþjónar á verði skammt frá bóndabænum.
Lögregluþjónar á verði skammt frá bóndabænum. AFP/JIJI Press

Kona og tveir karlkyns lögregluþjónar voru drepnir í skot- og hnífaárás við bóndabæ í japanska héraðinu Nagano.

Sá grunaði, sem er talinn vera bóndi á fertugsaldri, faldi sig á inni á bóndabænum og er þar enn.

Ein manneskja til viðbótar særðist í árásinni.

Japanskir fjölmiðlar greindu frá því að móðir mannsins hefði flúið út úr byggingunni. Talið er að önnur kona sé þar inni.

Yfirvöld hafa hvatt fólk til að halda sig innandyra í nágrenninu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert