Enskur landsliðsmaður kærður til lögreglu

Jude Bellingham með boltann í leiknum.
Jude Bellingham með boltann í leiknum. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Jude Bellingham hefur verið kærður til lögreglu fyrir ummæli sín í viðtali eftir leik Dortmund og Bayern München í toppslag þýsku 1. deild­ar­inn­ar í gær­kvöldi.  

Dort­mund vildi tvær víta­spyrn­ur í leikn­um en fékk ekki á meðan sig­ur­mark Bayern kom úr víta­spyrnu. Bell­ing­ham sagði valið á dóm­ar­an­um fyr­ir leik­inn furðulegt, þar sem Zwayer hafi áður verið bendlaður við hagræðingu úr­slita í þýsku B-deild­inni.

„Það voru marg­ar skrítn­ar ákv­arðanir í þess­um leik, en hverju áttu von á þegar þú gef­ur dóm­ara sem hef­ur hagrætt úr­slit­um áður stærsta leik­inn í Þýskalandi?“ sagði Bell­ing­ham pirraður í viðtali við Viaplay eft­ir leik.

Bild greinir frá því að Marco Haase, formaður dómarasamtaka Þýskalands, hafi kært Bellingham til lögreglu fyrir ummælin, en hann sakar enska miðjumanninum um meiðyrði sem eru til þess fallin að skaða starfsferil dómarans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert