„Sæmilega öflugir“ síðdegisskúrir

Úrkomu er spáð.
Úrkomu er spáð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í dag verður suðlæg átt, víða 5-10 metrar á sekúndu og súld eða rigning með köflum, samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. 

Á norðaustanverðu landinu verður úrkomulítið fram eftir degi, en þar má búast við sæmilega öflugum síðdegisskúrum. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast á Austurlandi.“

Í hugleiðingunum kemur fram að draga eigi úr vætu í kvöld. 

„En á morgun gengur í suðaustan 8-15 m/s með rigningu um landið sunnan- og vestanvert. Vindstyrkurinn getur orðið meiri í vindstrengjum við fjöll, t.a.m. á norðanverðu Snæfellsnesi, og þeir sem ferðast á húsbíl eða með aftanívagn eru hvattir til að skoða veðurathuganir áður en lagt er af stað. Norðaustan til á landinu verður hins vegar heldur hægari vindur og þurrt fram á kvöld.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert