Stuðningsmenn í bann fyrir óumbeðin faðmlög

Chris Paul (t.v.) í baráttunni við Luka Doncic leikmann Dallas …
Chris Paul (t.v.) í baráttunni við Luka Doncic leikmann Dallas Mavericks í þriðja leik liðanna í einvíginu. AFP/Ron Jenkins

Bandaríska NBA-liðið Dallas Mavericks hefur sett tvo stuðningsmenn sína í bann eftir atvik sem átti sér stað í fjórða leik liðsins gegn Phoenix Suns í úrslitakeppni deildarinnar.

Bannið gildir til ársins 2023 en ástæðan fyrir því er sú að stuðningsmennirnir tveir reyndu að gefa fjölskyldumeðlimum Chris Paul, leikmanns Phoenix, óumbeðin faðmlög á meðan leiknum stóð.

Þjálfari Phoenix, Monty Williams sagði að deildin ætti að íhuga að hafa sérstök svæði í leikhöllum fyrir fjölskyldumeðlimi aðkomuðliðsins.

„Þetta er alltaf að verða algengara. Þetta er komið á þann stað að mér finnst við þurfa að fara að vernda fjölskyldur leikmannanna betur.“

Chris Paul tjáði sig sjálfur á Twitter-síðu sinni.

„Leikmenn eru sektaðir fyrir að segja eitthvað við stuðningsmenn en þeir mega snerta fjölskyldur okkar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert