27 urðu fyrir eldingu

Monsoon-rigningar valda oft mikilli eyðileggingu víða í Suður-Asíu.
Monsoon-rigningar valda oft mikilli eyðileggingu víða í Suður-Asíu. AFP

Eldingar urðu 27 að bana og fjórir flugfarþegar slösuðust vegna mikilla ókyrrðar í monsúnrigningum á austurhluta Indlands.

Eldingar eru tíðar á monsúntímabilinu á Indlandi sem stendur yfir frá júní fram í september. Yfirvöld Vestur-Bengal segja að flestir hinna 27 sem urðu fyrir eldingum í þrumuveðri á mánudagskvöld hafi verið bændur. Mikil ókyrrð var í farþegaflugi frá Múmbaí til Kolkata þegar vélin flaug í gegnum storminn og voru alls fjórir fluttir á sjúkrahús. Alls slösuðust átta. 

Narendra Modi forsætisráðherra Indlands tilkynnti í dag fjárstuðning til handa fjölskyldum þeirra sem létust í þrumuveðrinu. 

Árið 2019 létust tæplega 2.900 á Indlandi eftir að hafa orðið fyrir eldingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert