Vilja auka öryggi á Hverfisgötu

Horft yfir efri hluta Hverfisgötu.
Horft yfir efri hluta Hverfisgötu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Foreldrar barna í Austurbæjarskóla vilja að umferðaröryggi við Hverfisgötu verði tryggt. Vilja þeir fá gangbrautarljós við Vitastíg eða Frakkastíg. Erindi foreldrafélags skólans var tekið fyrir á síðasta fundi íbúaráðs Miðborgar og Hlíða.

Foreldrarnir segja að á götunni sé stöðug og hröð umferð bíla, strætisvagna, hjóla og rafmagnshlaupahjóla í báðar áttir. Það geti því verið varasamt fyrir börnin að fara yfir götuna. Að auki telja þeir umferðina á Hverfisgötu alla jafna vera yfir hámarkshraða, sem er 30 km.

Mikill fjöldi barna í Austurbæjarskóla sæki Tónmenntaskóla Reykjavíkur við Lindargötu og þurfi að komast yfir Hverfisgötuna. Þar séu gangbrautir en engin ljós. Einnig sé fjölmennt íbúðahverfi fyrir neðan Hverfisgötuna og þar búi börn sem sækja Austurbæjarskóla.

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða hefur óskað eftir upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar um það hvort og þá hvaða umferðaröryggisaðgerðir séu fyrirhugaðar við Hverfisgötuna. Jafnframt verði framkvæmdar hraðamælingar við götuna. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert