Fá nærri 40 daga frí frá skóla vegna HM

HM í fótbolta fer fram í Katar dagana 21. nóvember …
HM í fótbolta fer fram í Katar dagana 21. nóvember til 18. desember 2023. AFP

Skólabörn í Katar munu fá nærri 40 daga langt vetrarfrí á næsta ári vegna heimsmeistaramótsins í fótbolta, sem stefnt er að því að halda í höfuðborginni Doha.

Í stað þess að fá sitt hefðbundna 12 daga langa vetrarfrí munu skólabörnin vera í fríi frá 16. nóvember til 25. desember, að því er fréttastofa AFP greinir frá.

Stefnt er að því að halda heimsmeistaramótið í fótbolta í Katar frá 21. nóvember til 18. desember.

Í Katar er lögbundið frí frá og með 20. nóvember til 22. desember en á næsta ári verður skólabörnum hleypt í frí eftir prófatíð 16. nóvember og mun kennsla í skólum ekki hefjast að nýju fyrr en 25. desember, að sögn menntamálayfirvalda þar í landi.

Talið er að lenging á fríinu muni draga úr umferðaröngþveiti í Doha en búist er við því að um 1,2 milljónir manna muni heimsækja borgina í tilefni HM í fótbolta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert