Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hitafundur um laxeldi í Seyðisfirði: „Ég ætla að berjast gegn þessu“

Mik­ill meiri­hluti íbúa í Múla­þingi er and­snú­inn fyr­ir­hug­uðu lax­eldi í Seyð­is­firði. Minni­hluti sveit­ar­stjórn­ar­inn­ar berst gegn lax­eldi í firð­in­um og reyn­ir að­stoð­ar­for­stjóri Ice Fish Farm, Jens Garð­ar Helga­son að fá stjórn­mála­menn­ina í lið með fyr­ir­tæk­inu. Sveit­ar­stjórn­ar­mað­ur­inn Helgi Hlyn­ur Ás­gríms­son er einn þeirra sem berst gegn eld­inu.

Hitafundur um laxeldi í Seyðisfirði: „Ég ætla að berjast gegn þessu“
Þurfa að fá íbúa í lið með sér Ice Fish Farm, sem Jens Garðar Helgason er aðstoðarforstjóri hjá, bíður nú það verk að reyna að fá íbúa í Múlaþingi með sér í lið vegna fyrirhugaðs laxeldis á Seyðisfirði. 74 prósent íbúa er á móti laxeldinu í firðinum. Mynd: Laxar

„Ég ætla að berjast gegn því að fá þetta í Seyðisfjörð,“ segir Helgi Hlynur Ásgrímsson, sveitarstjórnarmaður Vinstri grænna úr minnihlutanum í Múlaþingi aðspurður um viðhorf hans til fyrirhugaðs laxeldis Ice Fish Farm í sjókvíum í Seyðisfirði. „Ég get ekki stutt þetta ef 74 prósent íbúa er á móti þessu,“ segir hann. „Við í minnihlutanum erum að pota í þetta efni stanslaust og erum orðin nokkuð sammála um að berjast gegn þessu.

Með orðum sínum vísar Helgi Hlynur til nýlegrar viðhorfskönnunar meðal íbúa Múlaþings þar sem fram kom að 3/4 hlutar íbúanna væru á móti laxeldi í sjókvíum í Seyðisfirði. Greint var frá niðurstöðunni á vefsíðu sveitarfélagsins Múlaþings í febrúar.

„Í prinsippi er ég ekki á móti laxeldi í sjókvium en þegar almennir borgarar rísa svona harkalega gegn þessu þá er ekki hægt að þröngva þessu ofan í kokið á þeim“
Eyþór Stefánsson,
sveitarstjórnarmaður í Múlaþingi

Hann segir að minnihlutinn í sveitarstjórninni sé orðinn meira einhuga en áður um þessa andstöðu við laxeldið í Seyðisfirði vegna þessarar viðhorfskönnunar. „Minnihlutinn er orðinn nokkuð sammála um að vilja koma í veg fyrir þetta. Það var ekki þannig í kosningunum síðast. En það er bara orðið svo ljóst að íbúar vilja þetta ekki og þó svo að einhverjir í minnihlutanum hafi verið á þeirri skoðun að þetta hafi getað verið gott fyrir Seyðisfjörð þá er að ekki lengur þannig.

3/4 á mótiSamkvæmt niðurstöðum úr viðhorfskönnun sem Gallup gerði fyrir Múlaþing eru 74 prósent íbúa á móti laxeldi í sjókvíum í Seyðisfirði.

Getur ekki farið gegn vilja meirihlutans

Annar sveitarstjórnarmaður í minnihlutanum í Múlaþingi, Eyþór Stefánsson, segir að hann sé ekki mótfallinn laxeldi í sjókvíum sem slíku og hafi ekki verið á móti því í Seyðisfirði fyrir síðustu kosningar. Hins vegar þá geti hann ekki farið gegn vilja meirihluta íbúa. „Í prinsippi er ég ekki á móti laxeldi í sjókvíum en þegar almennir borgarar rísa svona harkalega gegn þessu þá er ekki hægt að þröngva þessu ofan í kokið á þeim. Við höfum hins vegar afskaplega takmörkuð vopn til að berjast gegn þessu þar sem sveitarstjórnir hafa ekki skipulagsvald yfir fjörðunum heldur ríkið. Og nú er farið í gang ferli um þetta eldi sem ríkið stýrir og lögformleg aðkoma sveitarfélagsins að því er afar lítil,“ segir Eyþór. 

Andstaðan hvergi eins mikil og á Seyðisfirði

Félagasamtök berjast gegn laxeldinuStofnað hafa verið félegasamtök á Seyðisfirði sem berjast gegn laxeldinu í firðinum. Magnús Guðmundsson er einn af meðlimum samtakanna.

Hvergi á Íslandi hefur verið eins mikil andstaða við fyrirhugað laxeldi og á Seyðisfirði, líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum. Stofnuð hafa verið sérstök félagasamtök meðal annars, VÁ- félag um vernd fjarðar, sem berjast gegn því að sjókvíum verði komið fyrir í Seyðisfirði.

Eitt af því sem er áhugavert við þessa baráttu í Seyðisfirði er að laxeldi er stundað í öðrum fjörðum á Austurlandi og í Múlaþingi, meðal annars í Berufirði og á Djúpavogi. Því er það ekki svo að laxeldið í Seyðisfirði sé það fyrsta sem koma á niður í firði á Austurlandi en sem fyrr segir er þessi mikla andstaða við það. „Þetta er nú dálítið sérstakt þar sem við erum nú þegar með laxeldi á Djúpavogi og í Berufirði sem sátt hefur ríkt um,“  segir Helgi Hlynur. 

Á miðvikudag, 15. mars, fór fram fimm og hálfs tíma langur fundur í sveitarstjórn Múlaþings þar sem aðallega var rætt um laxeldisáform Ice Fish Farm í Seyðisfirði, segir Helgi Hlynur.

Áður en fundurinn hófst kom Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Ice Fish Farm og fyrrverandi sveitarstjórnarmaður, á fund stjórnarinnar og ræddi um laxeldi félagsins á Austurlandi. Eitt af því sem Jens Garðar ræddi um var fyrirhugað laxeldi í Seyðisfirði. Helgi Hlynur segir að gott hafi verið að fá Jens Garðar á fundinn til að ræða um sjónarmið og sýn Ice Fish Farm. Líkt og Heimildin greindi frá fyrir skömmu þá keypti Jens Garðar nýlega hlutabréf í Ice Fish Farm og á í dag hlutabréf í fyrirtækinu upp á um 30 milljónir króna. 

Atkvæði féllu jöfn

Of mikil andstaðaHelgi Hlynur Ásgrímsson sveitarstjórnarmaður í Múlaþingi er mótfallinn laxeldinu í Seyðisfirði.

Eitt af því sem gert var á fundi sveitarstjórnar Múlaþings í gær var að minnihlutinn lagði fram tillögu um að stjórnin ætti að standa með vilja meirihluta íbúanna um að leggjast gegn laxeldi í Seyðisfirði. Helgi Hlynur segir hins vegar að þegar kosið var um tillöguna hafi atkvæðin fallið jöfn. Þess vegna var ekki meirihluti fyrir því að sveitarstjórn að taka undir vilja meirihluta íbúa að vera á móti laxeldinu. „Þessi tillaga minnihlutans féll á jöfnu. En auðvitað er það þannig að það er erfiðara fyrir fyrirtæki að hefja laxeldi hér ef það er í andstöðu við vilja íbúa.

Hins vegar er það svo að hvorki sveitarstjórn né íbúar Múlaþings hafa nokkuð um það að segja hvort það verði laxeldi í Seyðisfirði eða ekki. Umsóknir Ice Fish Farm um að hefja laxeldi í Seyðisfirði er komnar langt í kerfinu og geta hvorki íbúar né sveitarstjórn stýrt því hvort stofnanir eins og MAST og Skipulagsstofnun heimili laxeldið. „Það þarf eitthvað að breytast til þess að þetta sé ekki að koma þarna. Þetta er smá svona með hjól atvinnulífsins: Þau mylja allt undir sig. Það eiga bara tvær stofnanir eftir að gefa leyfi sitt.

Þrátt fyrir vilja meirihluta íbúa í Múlaþingi um að leggjast gegn laxeldi í Seyðisfirði virðist þessi staðreynd hins vegar ekki skipta máli á endanum þar sem málið er ekki í höndum sveitarfélagsins heldur stofnana ríkisins. 

Helgi Hlynur telur að eitt af því sem Ice Fish Farm þurfi að gera núna sé að kynna starfsemi fyrirtækisins fyrir íbúum og reyna að fá þá í lið með sér þar sem erfitt sé fyrir fyrirtæki að hefja rekstur sem svo margir eru á móti.

Ekki náðist í Jens Garðar Helgason hjá Ice Fish Farm við vinnslu fréttarinnar.

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Fólk lætur kaupa sig, þarna sem og annars staðar. Laxeldið verður að veruleika, hvað svo sem fólki finnst um það. Er eitthvað að því að útlendingar græði peninga hér á landi. Hugsið ykkur öll fínu störfin sem verða til og skatttekjurnar sem munu flæða út í samfélagið þarna. Þetta er algjör win - win staða fyrir alla.
    Hvað annað á svo sem að gera við þennan fjörð ?
    0
  • BJ
    Benedikt Jónsson skrifaði
    Það er gjörsamlega fráleitt að troða mengandi fiskeldi niður í Seyðisfirði í andstöðu við mikinn meirihluta íbúanna. Það væri gerræðisleg framkvæmd.
    1
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Þarna er mikilvæg skipaumferð og spurning hvort þessi starfsemi samræmist? Nú þarf ekki mikið að ógna öryggi skipaumferðar. Er ekki verið að tefla djarft?
    0
  • K Hulda Guðmundsdóttir skrifaði
    Upplýsandi og góð grein. Takk
    1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Ótrúlegt að ætla að setja sjókvíar í þennan þrönga fjörð þar sem stórt farþega skip
    kemur margoft yfir sumarið, er pláss fyrir það líka?
    2
  • M
    magnus.tm skrifaði
    Það á að troða sjókvíunum í Seyðisfjörð þvert á yfirgnæfandi andstöðu heimafólks, en 75% eru andvíg. Undarleg þráhyggja þó Jens Garðar, Heiðrún Lind hjá SFS og Jónína forseti sveitarstjórnar Múlaþings hafi öll opinberlega talað um að erfitt sé að fara á móti svo eindreginni andstöðu. Drifkrafturinn er því miður gróðavonin en ekki umhyggjan fyrir samfélaginu á staðnum. Vinsamlega hættið þessu strax.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
5
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
6
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
7
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár