Breytt fyrirkomulag skimana frá áramótum

Breytingar verða á skipulagi, stjórn og framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum um næstu áramót. Landspítali í samvinnu við Sjúkrahúsið á Akureyri tekur þá að sér framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum í brjóstum og heilsugæslan um allt land framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum í leghálsi.

Starf­semi Leit­ar­stöðvar Krabba­meins­fé­lags­ins verður verður hætt um áramótin.

Markmið breytinganna er að færa verklag nær því skipulagi sem mælt er með í alþjóðlegum skimunarleiðbeiningum til að tryggja enn frekar öryggi og gæði og er jafnframt í samræmi við framtíðarsýn og meginmarkmið heilbrigðisstefnu til ársins 2030, að því er fram kemur í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins.

Heilbrigðisráðherra kynnti í mars í fyrra til­lög­ur að framtíðarfyr­ir­komu­lagi skim­ana fyr­ir krabba­mein­um. Í sam­ræmi við til­lög­urn­ar og ákvörðun ráðherra frá því í júní 2020 taki op­in­ber­ar stofn­an­ir við skimun­inni frá og með 1. janú­ar 2021.

Áhersla verður lögð á að yfirfærsla verkefnisins frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins til sjúkrahúsanna og heilsugæslunnar valdi sem minnstri röskun á þjónustu. Tímapantanir í skimun samkvæmt breyttu fyrirkomulagi hefjast í byrjun janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka