Sanja aftur til Breiðabliks

Sanja Orozovic í leik með Fjölni síðasta vetur.
Sanja Orozovic í leik með Fjölni síðasta vetur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Serbneska körfuknattleikskonan Sanja Orozovic er komin til liðs við Breiðablik á nýjan leik eftir fjögurra ára fjarveru og hefur samið við Kópavogsfélagið um að leika með því á næsta keppnistímabili.

Sanja, sem er einnig með ungverskt ríkisfang, er 32 ára framherji sem hefur leikið undanfarin fjögur ár á Íslandi. Fyrst með Breiðabliki, þá KR, síðan Skallagrími og loks með Fjölni síðasta vetur þar sem hún var í lykilhlutverki þegar Fjölnir vann sinn fyrsta  stóra titil og varð deildarmeistari. Þar skoraði hún 18 stig, tók 8 stig og átti þrjár stoðsendingar að meðaltali í leikjum Grafarvogsliðsins.

Sanja kom víða við áður en hún kom til Íslands árið 2018 og lék í Serbíu, Ítalíu, Svartfjallalandi, Póllandi, Kasakstan, Ungverjalandi og Slóveníu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka