Sýning Martins gegn Real Madríd (myndskeið)

Martin Hermannsson var óstöðvandi gegn Real Madríd.
Martin Hermannsson var óstöðvandi gegn Real Madríd. Ljósmynd/@YarisahaBasket

Martin Hermannsson átti sannkallaðan stórleik þegar hann skoraði 20 stig fyrir Valencia gegn stórveldi Real Madríd í spænsku A-deildinni í körfuknattleik karla í gærkvöldi.

Real Madríd hafði að lokum 93:79 sigur en óhætt er að segja að Martin hafi gert allt sem í hans valdi stóð til þess að knýja fram góð úrslit fyrir Valencia.

Auk þess að skora 20 stig, sem er hans besti persónulegi árangur fyrir Valencia í spænsku deildinni, tók hann tvö fráköst og gaf sex stoðsendingar fyrir liðsfélaga sína.

Deildin hefur birt myndskeið með broti af því besta úr frábærum leik Martins í gærkvöldi á youtube-síðu sinni.

Tilþrif hans, sem eru réttilega nefnd „Sýning Martins Hermannssonar gegn Real Madríd,“ má sjá hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert