fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
433Sport

Eftir öll lætin hefur nú verið tilkynnt hvernig ný Meistaradeild verður

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. apríl 2021 17:00

/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

UEFA hefur samþykkt og kynnt nýtt fyrirkomulag á Meistaradeild Evrópu, þetta gerir UEFA degi eftir að tólf stór félög kynntu nýja Ofurdeild.

Þau félög ætla að hætta í Meistaradeildinni en nú hefur UEFA samþykkt að fjölga liðum í Meistaradeild Evrópu frá og með 2024.

Í nýju fyrirkomulagi verður riðlakeppnin lögð niður en þess í stað verður tekið upp deildarfyrirkomulagi. Hvert lið mun leika tíu leiki gegn mismunandi liðum.

Liðin raðast svo í stöðutöflu og átta efstu liðin fara beint í útsláttarkeppni. Næstu sextán lið í deildinni fara í umspil um önnur átta sæti.

Síðan þá hefjast 16 liða úrslitin og venjulegt útsláttarfyrirkomulag verður notað. Tvö félög sem fá þátttökurétt í þessu nýja fyrirkomulagi fá úthlutað sæti frá fyrri árangri í keppninni, þannig geta lið sem eiga eitt hræðilegt tímabil fengið verðlaun fyrir fyrri árangur.

Ofurdeildin:
12 evrópsk stórlið á knattspyrnusviðinu tilkynntu seint í gærkvöldi að þau hafi tekið saman höndum um stofnun Ofurdeildar, The Super League. UEFA er alfarið á móti þessu og hótaði í gær að útiloka liðin og leikmenn þeirra frá þátttöku í öllum mótum á alþjóðasviðinu. Þá hafa knattspyrnusamböndin í Englandi, Spáni og á Ítalíu hótað að reka liðin úr deildarkeppnunum þar í landi. Markmiðið með deildinni er að til verði keppni þar sem 15 lið eiga alltaf fast sæti en árlega fái 5 önnur lið aðgang að keppninni.

Stofnfélög deildarinnar eru:
Arsenal
Chelsea
Liverpool
Manchester City
Manchester United
Tottenham
Atlético Madrid
Barcelona
Real Madrid
AC Milan
Inter Milan
Juventus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tuchel sagður vonast eftir tilboði frá United – Byrjaðir að ræða við umboðsmanns McKenna

Tuchel sagður vonast eftir tilboði frá United – Byrjaðir að ræða við umboðsmanns McKenna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þrátt fyrir Meistaradeild þarf Aston Villa að selja eina stjörnu

Þrátt fyrir Meistaradeild þarf Aston Villa að selja eina stjörnu
433Sport
Í gær

Tekur Varane afar óvænt skref út fyrir Evrópu?

Tekur Varane afar óvænt skref út fyrir Evrópu?
433Sport
Í gær

Mánuði eftir að þau sváfu saman hringdi konan með ansi óvenjulegar hótanir – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara

Mánuði eftir að þau sváfu saman hringdi konan með ansi óvenjulegar hótanir – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara