Feik, forgarar og fizzur

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir átak samtakanna um að …
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir átak samtakanna um að auka fiskneyslu ÍSlendinga vera hluta af stefnu þeirra um að vera hreyfiafl til góðs í íslensku samfélagi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa hrint af stað átakinu „Fisk í matinn“ til að hvetja til aukinnar fiskneyslu landsmanna. Tilefnið er að taka þátt í að stuðla að bættri lýðheilsu, segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna.

Hluti af átakinu er að finna ýmsar leiðir til að nýta fisk í þekkta rétti og bæta bókstafnum F fyrir framan heiti réttarins. Þá hefur fjölda uppskrifta og leiðbeiningarmyndbanda verið komið fyrir á vefsíðu átaksins (fiskimatinn.is) þar sem hægt er að finna forgara, fizzu og fasagna svo dæmi séu tekin.

Bæta neyslu yngra fólks

„Við sjáum að yngra fólk nær ekki þessum ráðlagða fjölda fiskmáltíða á viku,“ segir Heiðrún Lind og vísar til könnunar sem könnun sem Gallup gerði fyrir samtökin 2019, en hún var í takti við eldri rannsóknir Landlæknisembættinu frá 2002 og 2011.

„Við fórum að hugsa út frá því; getum við ekki stígið inn í það verkefni og aðstoðað og komist að því hvað veldur. Þannig að við létum gera könnun fyrir svolitlu síðan þar sem við spurðum hvernig fólki líkaði fiskur og hvort það hefði áhuga á að borða meiri fisk. Í ljós kom auðvitað að allir eru meðvitaðir heilnæmi fisksins og vilja borða meira af honum, en nefna það að hann gleymist oft eða þeim detti bara ekki í hug fiskur þegar þau standa út í búð og eru að velja hvað skal vera í matinn,“ útskýrir hún.

Skjáskot/Fiskimatinn.is

Samkvæmt könnuninni kom einnig í ljós að margir yngri neytendur segja að þeir kunni ekki að elda fisk og nefna að þau myndu hafa fisk oftar í matinn ef þau kynnu fleiri spennandi uppskriftir. Á þessum grundvelli ákvað SFS að finna leiðir til þess að sýna fólki hversu fljótlegt og auðvelt getur verið að framreiða fiskmáltíðir og varð til herferðin „Fisk í matinn“.

Hreyfiafl til góðs

Spurð hvort hægt er að sjá átakið sem leið til að auka sölu vegna samdráttar á erlendum mörkuðum, segir Heiðrún Lind svo ekki vera enda ljóst að 98% sjávarafurða Íslendinga eru fluttar á erlenda markaði og því ekki hægt að vænta tekjuaukningu sjávarútvegsfyrirtækja vegna þessa átaks.

Þá sé átakið hluti af stefnu SFS og félagsmanna þeirra um samfélagslega ábyrgð. „Þetta er klárlega þáttur í stefnu okkar um að vera jákvætt hreyfiafl í þessu samfélagi,“ segir hún og bendir á að átakið ekki bara nái til þess að bæta heilsufar heldur er aukin fiskneysla til þess fallin að bæta umhverfið einnig. „Það að við getum borðað fisk sem kemur úr okkar heimahögum með lágt kolefnisspor, það hefur góð áhrif hvað umhverfisáhrifin varðar.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.24 392,30 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 432,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 189,09 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 117,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.24 163,39 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.24 175,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.24 142,62 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.5.24 Fanney EA 82 Grásleppunet
Grásleppa 1.780 kg
Þorskur 562 kg
Skarkoli 156 kg
Steinbítur 38 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 2.540 kg
30.4.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 483 kg
Ufsi 49 kg
Samtals 532 kg
30.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 838 kg
Þorskur 65 kg
Ufsi 55 kg
Samtals 958 kg
30.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 4.291 kg
Ýsa 153 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 4.483 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.24 392,30 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 432,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 189,09 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 117,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.24 163,39 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.24 175,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.24 142,62 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.5.24 Fanney EA 82 Grásleppunet
Grásleppa 1.780 kg
Þorskur 562 kg
Skarkoli 156 kg
Steinbítur 38 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 2.540 kg
30.4.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 483 kg
Ufsi 49 kg
Samtals 532 kg
30.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 838 kg
Þorskur 65 kg
Ufsi 55 kg
Samtals 958 kg
30.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 4.291 kg
Ýsa 153 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 4.483 kg

Skoða allar landanir »