Dæmd fyrir að flytja inn kíló af kókaíni með flugi frá Alicante

Kókaín.
Kókaín. mbl.is/Reuters

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag konu í 15 mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Konan flutti til lands kíló af kókaíni sem var ætlað til söludreifingar. Fíkniefnin flutti konan inn í ferðatösku sem farþegi í flugi frá Alicante á Spáni til Íslands. 

Konan hafði ekki verið uppvís að broti gegn lögum áður en hún játaði afdráttarlaust sök sína. Konan hefur sætt gæsluvarðhalds frá 6. apríl. 

Þykir allt benda til þess að konan hafi samþykkt að flytja inn fíkniefnin gegn greiðslu og hafi ekki sjálf komið að skipulagningu innflutningsins eða fyrirhugaðri sölu. 

Með tilliti til þess var refsingin vægari og konan því dæmd í 15 mánuði í fangelsi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert