Heldur áfram þrátt fyrir fall

Halldór Karl Þórsson heldur áfram með Hamar.
Halldór Karl Þórsson heldur áfram með Hamar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Körfuknattleiksdeild Hamars og Halldór Karl Þórsson hafa komist að samkomulagi um nýjan samning sem gildir til ársins 2026. Heldur hann því áfram þjálfun karlaliðs félagsins.

Halldór tók við Hamri fyrir tímabilið 2022/23 og kom liðinu upp í efstu deild. Þar gekk lítið á yfirstandandi tímabili og liðið féll með aðeins tvö stig úr 22 leikjum.

Honum er nú ætlað að koma liðinu aftur upp í deild þeirra bestu. Halldór þjálfaði áður karla- og kvennalið Fjölnis. Þá hefur hann verið í þjálfarateymi Benedikts Guðmundssonar hjá kvennalandsliðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert