Flottur útisigur hjá Aftureldingu

Árni Steinn Steinþórsson sækir að marki Aftureldingar í leik liðanna …
Árni Steinn Steinþórsson sækir að marki Aftureldingar í leik liðanna fyrir tveimur árum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Afturelding lyfti sér uppfyrir Selfoss á stigatöflunni í Olísdeild karla í handbolta í kvöld með góðum útisigri, 24:26.

Leikurinn var í járnum framan af og liðin skiptust á um að hafa frumkvæðið. Selfoss kom sér í góða stöðu undir lok fyrri hálfleiks en Afturelding skoraði síðustu þrjú mörkin í fyrri hálfleik og jafnaði 14:14. Þar var Guðmundur Bragi Ástþórsson sterkur en hann átti gott kvöld í sókninni hjá Aftureldingu í kvöld.

Afturelding spilaði vel í seinni hálfleik, þeir náðu strax tveggja marka forskoti og Selfyssingar fundu aldrei leið til þess að minnka muninn. Þegar tíu mínútur voru eftir var munurinn orðin fjögur mörk en Afturelding spilaði hörkuvörn á þessum kafla og markvarslan fylgdi með. Blær Hinriksson átti góða innkomu í seinni hálfleikinn og skoraði mikilvæg mörk fyrir Aftureldingu en hjá Selfyssingum var það oftast í höndunum á Ragnari Jóhannssyni að reyna að skjóta þeim aftur inn í leikinn.

Ragnar var markahæstur Selfyssinga með 6 mörk og Hergeir Grímsson skoraði 5/1. Besti maður vallarins var hins vegar markmaðurinn Vilius Rasimas sem varði 19 skot. Hjá Aftureldingu var Guðmundur Bragi markahæstur með 7/4 mörk og nafni hans, Árni Bragi Eyjólfsson skoraði 4. Andri Sigmarsson Scheving vaknaði í seinni hálfleik og varði samtals tíu skot í marki UMFA í leiknum.

Með sigrinum lyfti Afturelding sér upp í 6. sæti deildarinnar með 3 stig en Selfoss er í 9. sæti með 2 stig.

Mbl.is var í Set höll­inni á Sel­fossi í kvöld og má lesa það helsta úr leiknum í textalýsingunni hér að neðan.

Selfoss 24:26 Afturelding opna loka
60. mín. Afturelding tapar boltanum Leikleysa.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert