Vigdís sækir um stöðu bæjarstjóra

Vigdís sækist eftir stöðu bæjarstjóra Hveragerðis.
Vigdís sækist eftir stöðu bæjarstjóra Hveragerðis. Ljósmynd/Styrmir Kári

Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Miðflokksins, er á meðal þeirra sem sækjast eftir stöðu bæjarstjóra Hveragerðis. 

Auk hennar sækjast þeir Glúmur Baldvinsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, og Karl Gauti Hjaltason fyrrverandi þingmaður, eftir embættinu.

Hveragerði birti í dag lista yfir umsækjendur um stöðu bæjarstjóra en í bænum mynda Okkar Hveragerði og Framsóknarflokkurinn meirihluta. Aldís Hafsteinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri, leitar á önnur mið og mun taka við sem sveitarstjóri Hrunamannahrepps.

Umsækjendur voru eftirfarandi:

  • Ágúst Örlaugur Magnússon - Vaktstjóri
  • Geir Sveinsson - Sjálfstætt starfandi
  • Glúmur Baldvinsson - Sjálfstætt starfandi
  • Jón Aron Sigmundsson - Sjálfstætt starfandi
  • Karl Gauti Hjaltason - Fyrrv. þingmaður
  • Karl Óttar Pétursson - Lögmaður
  • Kolbrún Hrafnkelsdóttir - Forstjóri
  • Konráð Gylfason - Framkvæmdastjóri
  • Kristinn Óðinsson - CFO
  • Lína Björg Tryggvadóttir - Skrifstofustjóri
  • Magnús Björgvin Jóhannesson - Framkvæmdastjóri
  • Matthildur Ásmundardóttir - Fyrrv. bæjarstjóri
  • Sigurður Erlingsson - Stjórnarformaður
  • Sigurgeir Snorri Gunnarsson - Eftirlaunaþegi
  • Valdimar O. Hermannsson - Fyrrv. sveitarstjóri
  • Vigdís Hauksdóttir - Fyrrv. borgarfulltrúi
  • Þorsteinn Þorsteinsson - Deildarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir - Fyrrv. sveitarstjóri
  • Þröstur Óskarsson - Sérfræðingur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert