fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. apríl 2024 07:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um einstaklinga sem höfðu tjaldað á grasi framan við byggingu í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi.

Þegar lögregla kom á vettvang reyndist þarna vera stórt samkomutjald og að auki voru fimm svefntjöld. Ekki kemur fram í skeyti lögreglu hvar tjaldbúðirnar nákvæmlega voru reistar eða í hvaða tilgangi. Lögregla ræddi við forsvarsmenn tjaldbúðanna sem gátu ekki framvísað tilsettu leyfi frá Reykjavíkurborg.

Þá fékk lögregla tilkynningu um ungmenni sem höfðu klifrað yfir grindverk og tekið sér sundsprett eftir lokun. Haft var samband við foreldra ungmennanna og þau upplýst um málsatvik.

Alls voru 45 verkefni skráð í málakerfi lögreglu og þá bárust ýmsar aðstoðarbeiðnir vegna veikinda og fólks undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Í gær

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“