Belginn úr Breiðabliki til Aftureldingar

Alexandra Soree, fyrir miðju, í leik með Breiðabliki í síðasta …
Alexandra Soree, fyrir miðju, í leik með Breiðabliki í síðasta mánuði. mbl.is/Árni Sæberg

Kvennalið Aftureldingar í knattspyrnu hefur fengið belgíska miðjumanninn Alexöndru Soree að láni frá Breiðabliki.

Soree kom til Breiðabliks síðastliðið haust og tók þátt í öllum sex leikjum liðsins í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Hún var búin að taka þátt í tveimur af þremur leikjum Breiðabliks í Bestu deild kvenna til þessa en nú er hún komin til liðs við nýliða Aftureldingar og freistar þess að hjálpa þeim í baráttunni á botni deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert