Svíar með fjóra í einangrun

Niclas Ekberg er þrautreyndur leikmaður Svía.
Niclas Ekberg er þrautreyndur leikmaður Svía. Ljósmynd/IHF

Fjórir úr hópi sænska landsliðsins í handknattleik eru í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna og spila ekki með því gegn Þjóðverjum í dag.

Þrír þeirra eru leikmennirnir Max Darj, Niclas Ekberg og Daniel Pettersson en af þeim hefur Ekberg komið mest við sögu á mótinu. Sá fjórði er myndbandasérfræðingur liðsins, Björn Sätherström.

Svíar mæta Alfreð Gíslasyni og hans mönnum í þýska landsliðinu í milliriðli tvö klukkan 17 í dag. Bæði lið eru með tvö stig eftir tvo leiki og um lykilleik að ræða í slagnum um sæti í undanúrslitunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert