Rússneskum hersveitum ýtt langt frá borginni

Ihor Terekhov borgarstjóri Karkív. Ljósmyndin er tekin í lok marsmánaðar.
Ihor Terekhov borgarstjóri Karkív. Ljósmyndin er tekin í lok marsmánaðar. AFP

Borgarstjóri úkraínsku borgarinnar Karkív sagði við BBC að úkraínskar hersveitir hafi ýtt rússneskum hermönnum „langt frá“ borginni sem er staðsett skammt frá landamærum Úkraínu og Rússlands.

„Nú er rólegt hér og fólk er smám saman að snúa aftur til borgarinnar,“ segir Ihor Terekhov borgarstjóri.

Frá íþróttahöll í Karkív þar sem rússneskir hermenn eru sagðir …
Frá íþróttahöll í Karkív þar sem rússneskir hermenn eru sagðir hafa haldið til. AFP

Er talið að Úkraína hafi unnið baráttuna um borgina.

„Það eru engir rússneskir hermenn í borginni. Rússneskum skriðdrekum og brynvörðum bílum var ýtt langt frá borginni af úkraínskum hermönnum. Vegna varnarsveita í Karkív og úkraínska hersins hafa Rússar nú dregið sig langt frá borginni, í átt að landamærunum,“ sagði Terekhov.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert