Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mán 05. desember 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skýr skilaboð eftir eina æfingu: Vil ekkert með þig hafa en þú mátt vera fram að jólum
Valdi frekar stelpur sem voru ekki að æfa með liðinu
Það var ekki leiðinlegt að búa þarna en fótboltalega séð var þetta ekki gaman
Það var ekki leiðinlegt að búa þarna en fótboltalega séð var þetta ekki gaman
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég var mjög spennt að fara spila þegar ég var loksins búin að ná mér af meiðslunum. En það gekk ekki alve
Ég var mjög spennt að fara spila þegar ég var loksins búin að ná mér af meiðslunum. En það gekk ekki alve
Mynd: Quentin Salinier/Bordeaux
Ég var mjög spennt að fara í öll landsliðsverkefni og allt svoleiðis, ég er alltaf spennt fyrir því en það var extra þarna, að komast frá þessu og hafa gaman af því að vera á æfingum
Ég var mjög spennt að fara í öll landsliðsverkefni og allt svoleiðis, ég er alltaf spennt fyrir því en það var extra þarna, að komast frá þessu og hafa gaman af því að vera á æfingum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég reyndi mitt, það gekk ekki upp, hann var ekki að fíla mig af einhverri ástæðu
Ég reyndi mitt, það gekk ekki upp, hann var ekki að fíla mig af einhverri ástæðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vann tvo titla á fyrsta tímabilinu í Noregi
Vann tvo titla á fyrsta tímabilinu í Noregi
Mynd: Aðsend
Svava Rós Guðmundsdóttir vann tvennuna með Brann í Noregi á nýliðnu tímabili. Svava kom frá Bordeaux í Frakklandi þar sem hún fékk svo gott sem ekkert að spila síðasta hálfa árið sitt hjá liðinu.

Hún segir Brann liðið vera það sterkasta sem hún hefur spilað með á ferlinum. Þá kom það henni ekki á óvart að liðið vann tvennuna. Frá þessu sagði hún í viðtali hér á Fótbolti.net fyrir helgi.

Hún var spurð út í síðustu mánuðina í Frakklandi. „Ég var bara sett út í kuldann, sama hversu vel ég stóð mig á æfingum, það skipti engu máli. Þjálfarinn var búinn að ákveða sig og það var ekkert hægt að breyta þeirri skoðun. Ég myndi ekki segja að það hafi verið út af frammistöðu því ég var langt frá því að vera verst á æfingum. Hann vildi ekki gefa mér smá tækifæri," sagði Svava.

Hafði þetta eitthvað með tungumálið, frönskuna, að gera?

„Það spilar stóran þátt í þessu. Þjálfarinn talaði enga ensku og ég talaði ekki frönsku, ég var að læra hana en það gekk ekkert rosalega vel. Hann gaf eiginlega skít í okkur útlendingana - þær sem töluðu ekki frönsku. Það var ein sem talaði reiprennandi frönsku og spilaði alla leikina. Útlendingarnir voru svolítið til hliðar."

„Við fengum nýjan þjálfara um sumarið (2021) og það er sá þjálfari sem líkaði ekki við mig. Hann kallaði alla á fund fyrstu vikuna. Hann var kannski búinn með eina æfingu, ég fer þá á fund og hann segir: „Ég vil ekkert með þig hafa hérna en þú mátt vera fram að jólum." Ég sagði: „Þú þekkir mig ekki einu sinni." Hann sagði bara að ég mætti vera fram á jólum og þá væri hægt að skoða hvort ég færi eða færi á láni. Glugginn var þarna að loka eftir nokkra daga og ég reyni að koma mér á lán. Ég fann lið sem vildi fá mig en hann bannaði mér að fara. Engin rök, bara nei. Svo lokaði glugginn og ég gat ekkert í því gert."


Sjá einnig:
Bannaði Svövu að fara til Englands

„Ég ætlaði þá að sýna hvað ég gæti og hugsaði að hann gæti ekki annað en spilað mér. Ég stóð mig vel á æfingum og fæ meira að segja hrós frá honum. En það skipti engu máli. Til að byrja með var ég að leggja mig 100% fram og ætlaði að sýna honum hvað ég gæti, en svo sá ég að þetta var ekki að fara neitt. Í lok nóvember bað ég svo um að fá að fara. „Jú jú, farðu bara." Ég reyndi mitt, það gekk ekki upp, hann var ekki að fíla mig af einhverri ástæðu."

Voru augnablik þar sem leikmenn voru meiddir og Svava hefði getað komið inn í liðið en kom ekki inn?

„Já, það var alveg. En hann bara tók ungar stelpur upp í hópinn sem voru ekki einu sinni að æfa með okkur. Lét mig ekki einu sinni inn í hópinn þegar það vantaði í hópinn. Eina skiptið sem það gerðist var á móti Wolfsburg í Meistaradeildinni og ég spilaði meira að segja 60 mínútur í sigurleik. Ég bjóst 100% við því að vera í hópnum eftir leikinn gegn Wolfsburg. En það varð ekki."

Svövu leið ömurlega á þessum tíma. „Ég hafði enga gleði af því að vera þarna. Ég var samt heppin með að ég átti frábærar vinkonur í liðinu, það og landsliðsverkefnin björguðu þessu. Ég var mjög spennt að fara í öll landsliðsverkefni og allt svoleiðis, ég er alltaf spennt fyrir því en það var extra þarna, að komast frá þessu og hafa gaman af því að vera á æfingum. Ég vaknaði alla morgna og hafði enga ánægju af því að fara á æfingar."

Veit Svava til þess að það sé algengara í Frakklandi en bara hjá Bordeaux að útlendingar fái ekki tækifæri? „Já, ég veit um eitt svoleiðis núna. Þetta er ekkert nýtt og ég held að þetta sé bara svolítið algengt - sem er ömurlegt. Að það sé ekki einu sinni gefið tækifæri er bara glatað."

Svava var á þessum tíma einu sinni ekki valin í landsliðið og var stressuð að missa sætið í hópnum. „Það var eitt skipti sem ég var ekki valin, ég skil það alveg 100%. Það er erfitt að velja leikmann sem er ekki að spila neitt. Ég sýndi það í landsliðsverkefnunum að ég átti skilið að vera í hópnum."

Er hægt að tala við einhvern annan hjá félaginu til að fá frekari ástæður fyrir því hvers vegna maður fær ekkert tækifæri?

„Ég talaði við fólk í kring, bæði styrktarþjálfarana og liðstjórann. Þeir ypptu bara öxlum, höfðu engin svör. Þjálfarinn ræður og ekkert hægt að breyta því."

„Ég sé ekki eftir því að hafa farið til Bordeaux. Ég var mjög heppin með fyrri hlutann, ég var þá meidd á kálfa og hefði ekki getað verið á betri stað til að koma til baka. Ég var mjög spennt að fara spila þegar ég var loksins búin að ná mér af meiðslunum. En það gekk ekki alveg,"
sagði Svava.

Hún segir að einstaklingarnir í liði Bordeaux séu kannski betri en hjá Brann. „Þetta er stundum þannig að þetta er svolítil einstaklingsíþrótt í Frakklandi. Ég, um mig, frá mér, til mín. Liðsheildin í Brann vegur upp á móti einstaklingsgæðanna."

Myndi Svava mæla með því við íslenskan leikmann að semja við félag í Frakklandi?

„Ég myndi alveg segja honum að íhuga það, skoða og svoleiðis, en fara varlega í það. Þetta á ekkert að gerast við alla, óheppilegt að þetta gerðist fyrir mig og að ég þurfti að ganga í gegnum þetta. En svona er þetta bara, stundum lendir maður bara á svona og stundum gengur allt upp."

„Litar þetta mína skoðun á landinu? Ég myndi alveg fara þangað aftur, ég á fullt af góðum vinum þaðan. Ég myndi fara aftur til Bordeaux, frábær staður, svo fallegur. Það var ekki leiðinlegt að búa þarna en fótboltalega séð var þetta ekki gaman,"
sagði Svava. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að neðan og í öllum hlaðvarpsveitum.
Svava kom djúpt úr frystinum og stóð uppi sem tvöfaldur meistari
Athugasemdir
banner
banner
banner