Slasaðist þegar sjö mínútur voru eftir af tímabilinu

Sigurður Ingiberg Ólafsson í leik gegn Stjörnunni fyrir nokkrum árum.
Sigurður Ingiberg Ólafsson í leik gegn Stjörnunni fyrir nokkrum árum. mbl.is/Árni Sæberg

Sigurður Ingiberg Ólafsson markvörður handknattleiksliðs ÍR missir væntanlega af öllu næsta keppnistímabili eftir að hafa slasast illa þegar aðeins sjö mínútur voru eftir af tímabilinu sem nú er að ljúka.

Handbolti.is skýrir frá þessu í dag og ræðir við Sigurð sem lenti í árekstri við leikmann Fjölnis í síðasta úrslitaleik liðanna um sæti í úrvalsdeildinni með þeim afleiðingum að krossband í hné slitnaði.

Sigurður staðfesti við handbolta.is að hann færi í aðgerð og myndi snúa aftur á handboltavöllinn en það yrði ekki á næsta tímabili.

Sigurður hefur áður m.a. leikið með Val og varð þar Íslands- og bikarmeistari árið 2017. Hann var markvörður Kríu sem vann sér óvænt sæti í úrvalsdeildinni á síðasta ári. Þegar liðið hætti við þátttöku gekk hann til liðs við ÍR sem er nú komið í úrvalsdeildina eftir 3:1 sigur í einvíginu við Fjölni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert