fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. apríl 2024 08:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir breskir ríkisborgarar mega teljast heppnir að vera á lífi eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi hér á landi í síðustu viku. Árekstur varð þegar ökumaður bifreiðar reyndi að taka fram úr flutningabíl í þann mund sem Bretarnir komu á móti.

Frásögn annars þeirra á samfélagsmiðlinum TikTok hefur vakið talsverða athygli en þar segir ungi maðurinn, sem kallar sig Busman Zak, frá slysinu á tilfinningaþrungin hátt.

„Myndböndin mín fjalla vanalega um eitthvað skemmtilegt sem tengist rútum. Ég er á Íslandi á því sem átti að vera síðasti dagur ferðar okkar,“ sagði Zak í myndbandinu sem tekið var upp síðastliðinn mánudag.

Zak og kærasti hans, Elliott, lentu hér á landi síðastliðinn föstudag og tóku bíl á leigu og ætluðu að njóta Íslands yfir eina langa helgi. Á föstudeginum fóru þeir gullna hringinn og sáu meðal annars hraunbreiðurnar sem myndast hafa í gosunum síðustu misseri.

„Um klukkan 16:15 vorum við að keyra að hótelinu þar sem við ætluðum að gista fyrstu nóttina,“ segir Zak en á leiðinni þangað varð slysið. Hann segir að bíllinn hafi birst skyndilega og ekki hafi verið neinn tími til að bregðast við yfirvofandi árekstri.

„Elliot og ég erum báðir á lífi. Ég var útskrifaður eftir tvo daga, á sunnudag, en núna er mánudagur sem átti að vera síðasti dagurinn okkar á Íslandi,“ sagði Zak sem grét í myndbandinu þar sem Elliot var enn á sjúkrahúsi vegna innvortis blæðinga. Þurfti hann að gangast undir aðgerð vegna þeirra.

Í gærkvöldi sagðist Zak svo enn vera á Íslandi á meðan Elliot er enn á sjúkrahúsi en þó á góðum batavegi. Hann útskýrir svo að honum hafi þótt gott að tala um slysið, það hafi hjálpað honum að komast yfir þetta mikla áfall. „Karlar geta líka grátið,“ segir hann og bætir við að hann eigi von á því að þeir komist til síns heima eftir helgi.

Í öðru myndbandi í gærkvöldi sýndi Zak svo áverkana sem hann hlaut en hann var marinn og blár víða á líkamanum. Þá sýndi hann fötin sín; gallabuxur, stuttermabol og peysu sem viðbragðsaðilar klipptu utan af honum. Þá sýndi hann myndir af bílnum sem skemmdist mikið eins og myndirnar í myndbandinu hér neðst sýna.

@busman_zakPlease be careful out there.♬ Music Instrument – Gerhard Siagian

@busman_zak Replying to @Charlie Upson not a scratch? I beg to differ. #iceland #crash #survivor #lucky ♬ Mishaps – Lofi-nimation

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna