Úlfur Arnar tekur við liði Fjölnis

Úlfur Arnar Jökulsson, til hægri, tekur við liði Fjölnis, og …
Úlfur Arnar Jökulsson, til hægri, tekur við liði Fjölnis, og Gunnar Sigurðsson er aðstoðarþjálfari. Ljósmynd/Fjölnir

Úlfur Arnar Jökulsson var í dag ráðinn þjálfari karlaliðs Fjölnis í knattspyrnu og hann tekur við af Ásmundi Arnarssyni sem hefur þjálfað Fjölnisliðið undanfarin þrjú tímabil.

Aðstoðarþjálfari Úlfs hjá Fjölni verður Gunnar Sigurðsson sem hefur verið markvarðaþjálfari liðsins um árabil.

Úlfur er 38 ára gamall og þjálfaði varalið Fjölnis, Vængi Júpíters, í 4. deildinni í ár og var áður m.a. þjálfari karlaliðs Aftureldingar  í hálft þriðja ár á árunum 2014 til 2017.

Fjölnismenn enduðu í þriðja sæti 1. deildar karla í ár, fimm stigum á eftir Eyjamönnum sem náðu öðru sætinu og fylgja Fram upp í úrvalsdeildina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert