Svarti-Pétur

Guðmundur Andri Thorsson segir að á þingi sé Svarti-Pétur spilaður af umtalsverðri fimi og reynslu þessa dagana. Um leið og varðstaða um kyrrstöðu og íhald komi glögglega í ljós blasi líka við að Sjálfstæðismenn hafi neitunarvald gagnvart helstu málum VG.

Auglýsing

Þing­lokum má líkja við hratt enda­tafl í fjöltefli þar sem allir eru að kepp­ast við að drepa peðin hver fyrir öðrum og koma drottn­ing­unni í borð­ið. Stundum er handa­gang­ur­inn slíkur í öskj­unni að þetta lík­ist meira slembi­sk­ák­inni hans Fischers. Stundum líður venju­legum stjórn­ar­and­stöðu­þing­manni eins og peði í slembi­sk­ák­inni hans Fischers.

Eða kannski er Svart­i-­Pétur raun­hæf­ari lík­ing. Spilið gengur þá út á að láta mót­spil­ar­ann sitja uppi með sök­ina af því að til­tekið mál, hjart­fólgið kjós­end­um, hafi dáið drottni sín­um. Gott dæmi um slíkt eru afdrif stjórn­ar­skrár­máls­ins árið 2013 þegar Sam­fylk­ingin fékk alla sök­ina af því að málið komst ekki alla leið – flokk­ur­inn sem hrundið hafði ferl­inu af stað. Talandi um meinta sök: nýlega heyrði ég af því að sumt fólk stæði í þeirri mein­ingu að Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir hefði lagt niður Verka­manna­bú­staða­kerfið og ætl­aði sko aldrei að kjósa Sam­fylk­ing­una vegna þess. Það voru auð­vitað íhalds­flokk­arnir sem fyrir því óhappa­verki stóðu – Fram­sókn og Sjallar – og Jóhanna hélt lengstu ræðu þing­sög­unnar til að reyna að stöðva það.

Sem sé: Svart­i-­Pét­ur. Hann er spil­aður af umtals­verðri fimi og reynslu þessa dag­ana. En hvernig sem reynt er að láta and­stæð­ing­inn draga spilið afdrifa­ríka þá breytir ekk­ert því að við okkur blasir skýr mynd: Rík­is­stjórnin nær saman um íhalds­mál­in, kyrr­stöð­una – þetta er rík­is­stjórn biðlist­anna, bið­flokk­anna, bið­stöð­unn­ar.

Auglýsing

Það besta sem þessi rík­is­stjórn gerði var að gera ekki neitt á meðan Þrí­eykið fékkst við kór­ónu­veiruna. Íhalds­öfl allra rík­is­stjórn­ar­flokk­anna ná saman um að stöðva frjáls­lynd­is­mál: að íslenskur almenn­ingur fái nafn­rænt sjálf­ræði, að fólki sé ekki refsað sem glæpa­mönnum fyrir það að lít­il­ræði af ólög­legum vímu­efnum finn­ist í fórum þess – og að brugg­hús fái ekki bara að fram­leiða öl heldur líka selja það, svo að þrjú mál séu nefnd sem snú­ast um að losa um úreltar hömlur en ná ekki fram að ganga hjá þess­ari íhalds­sömu stjórn.

Um leið og þessi varð­staða um kyrr­stöðu og íhald kemur glögg­lega í ljós blasir líka við að Sjálf­stæð­is­menn hafa neit­un­ar­vald gagn­vart helstu málum VG. Umhverf­is­ráð­herra kemst hvorki lönd né strönd með sín stóru mál; ramma­á­ætlun er enn einu sinni er komin í upp­nám illu heilli og Hálend­is­þjóð­garð­ur­inn sem átti að vera stóra málið VG sem löngum hefur slegið eign sinni á allt sem við­kemur nátt­úru­vernd, þó að bæði þessi mál eigi raunar upp­haf sitt hjá Sam­fylk­ing­unni.

Þetta neit­un­ar­vald Sjálf­stæð­is­flokks­ins höfum við séð allt kjör­tíma­bil­ið. Við sáum það til að mynda á síð­asta ári þegar þeir stöðv­uðu brýnt hags­muna­mál launa­fólks og fyr­ir­tækja og sner­ist um að taka loks­ins á kenni­tölu­flakki, og hafði verið lofað af rík­is­stjórn­inni í tengslum við kjara­samn­inga.

Og nú er af mik­illi fimi leik­inn Svart­i-­Pét­ur, þar sem reynt er að telja almenn­ingi trú um að „þing­ið“ hafi reynst ófært um að vinna sóma­sam­lega frum­varp Katrínar Jak­obs­dóttur um breyt­ingar á stjórn­ar­skránni þó að það blasi við hverjum sem áhuga hefur á að sjá að for­sæt­is­ráð­herra hefur ekki tek­ist að fá sam­starfs­flokka sína í rík­is­stjórn­inni til að fall­ast á neinar breyt­ingar á stjórn­ar­skránni, frekar en fyrri dag­inn. Af því að þetta er rík­is­stjórn bið­flokk­anna, biðlist­anna, bið­stöð­unn­ar.

Sjálfur er ég miklu hrifn­ari af Rommí þar sem maður safnar fal­legum röðum og leggur svo niður sigri hrós­andi í lok­in. Von­andi fáum við Rommí-­stjórn næst, stjórn sam­stæðra flokka með sam­stæða stefnu. Íslenskur almenn­ingur á kröfu á því.

Höf­undur er þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar