Völsungur fær tvo frá KA

Hrannar Björn Steingrímsson og Kristinn Freyr Sigurðsson í baráttu um …
Hrannar Björn Steingrímsson og Kristinn Freyr Sigurðsson í baráttu um boltann sumarið 2019. mbl.is/Arnþór

Þeir Hrannar Björn Steingrímsson og Áki Sölvason hafa skrifað undir lánssamning við Völsung og munu leika með liðinu í 2. deild karla í knattspyrnu í sumar. Báðir koma þeir frá KA en Hrannar er uppalinn á Húsavík.

Hrannar er að stíga upp úr erfiðum meiðslum en hann hefur lítið sem ekkert spilað síðan sumarið 2020.

Áki er 23 ára gamall sem á 4 leiki í efstu deild með KA. Auk þess hefur hann leikið á láni hjá Magna, Dalvík/Reyni og KF. Það eru því að verða fá lið eftir á Norðurlandi sem hann hefur ekki spilað með.

Ljóst er að þetta er mikil styrking fyrir Völsung sem vann 3:1-útisigur á Víkingi Ólafsvík í fyrstu umferð deildarinnar um síðustu helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert