Konur í meirihluta á Alþingi í fyrsta skipti

Nú þegar lokatölur liggja fyrir er ljóst að konur verða í meirihluta þingmanna á komandi kjörtímabili.

Af 63 þingsætum verða 33 skipuð konum, eða 52,38 prósent.

Erlendir miðlar hafa greint frá þessu sem stórum sigri fyrir íslenskar konur, í framhaldi af umfjöllun AFP fréttastofu, en þetta er í fyrsta skipti sem konur eru í meirihluta á Alþingi. 

Ekki nóg með það, þá virðist sem þetta sé fyrsta skipti sem konur ná meirihluta á þingi, í allri Evrópu.

Í samantekt Statista frá því í janúar á þessu ári var Svíþjóð fremst meðal Evrópulanda þar sem konur voru tæplega helmingur, eða 47 prósent þingmanna.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert