Fótbolti

Kol­beinn að fá aukna sam­­keppni í Gauta­­borg og það ekki frá neinum auk­visa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Marcus Berg er á leið heim til Svíþjóðar.
Marcus Berg er á leið heim til Svíþjóðar. David Lidstrom/Getty Images

Það virðist vera að landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson fái aukna samkeppni í framherjarstöðuna hjá sænska liðinu IFK Gautaborg.

Sænska blaðið Sportsbladet greinir frá því að Gautaborg er við það að semja við tvo fyrrum leikmenn liðsins; þá Oscar Wendt og Marcus Berg.

Þeir eru sagðir báðir ganga í raðir sænska félagsins í sumar en Marcus Berg er margreyndur framherji sem hefur spilað í Krasnodar síðan 2019.

Hann hefur einnig meðal annars leikið með HSV og Panathiniakos en hann á að baki 82 landsleiki fyrir Svía. Hann er uppalinn hjá Gautaborg.

Oscar Wendt er varnarmaður sem hefur leikið með Gladbach frá árinu 2011 en Berg er sagður fá tveggja ára samning á meðan Wendt fær eins og hálfs árs samning.

Kolbeinn gekk í raðir Gautaborgar í janúar eftir að hafa spilað með AIK síðustu tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×