Þjálfari Íslendingaliðs á sjúkrahús

Stephan Swat er þjálfari Aue.
Stephan Swat er þjálfari Aue. Ljósmynd/Aue

Þýski handknattleiksþjálfarinn Stephan Swat hefur verið lagður inn á sjúkrahús vegna kórónuveirunnar. Swat þjálfar Arnar Birki Hálfdánsson og Sveinbjörn Pétursson hjá Aue í þýsku B-deildinni. Handball World greinir frá.

Swat hefur stýrt liðinu frá árinu 2016 en hann tók við starfinu af Rúnari Sigtryggssyni. Ekki er vitað hve lengi Swat verður frá en Kirsten Weber aðstoðarþjálfari mun stýra liðinu í hans fjarveru.

Leikmenn Aue hafa í tvígang þurft að fara í sóttkví síðustu mánuði og Sveinbjörn Pétursson markvörður liðsins var einn þeirra sem smitaðist í október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert