Körfuboltamenn keppa í rafíþróttamóti

Körfuboltamaðurinn Fran Yu frá Filippseyjum.
Körfuboltamaðurinn Fran Yu frá Filippseyjum. Skjáskot/twitter.com/ABS-CBN Sports

Körfuboltamenn á Filippseyjum deyja ekki ráðalausir er körfuboltamót í landinu eru í biðstöðu vegna heimsfaraldurs.

Rafíþróttamót þar í landi hafa ekki hlotið sömu örlög og körfuboltinn, vegna þess að hægt er að keppa í þeim í gegnum netið, og leikmenn þurfa ekki að hittast í raunveruleikanum.

Þakklátir fyrir tækifærið

Körfuboltamennirnir Fran Yu og Kyle Carlos eru báðir frá Filippseyjum og hafa þeir verið sýnilegir í rafíþróttasenunni þar í landi er körfuboltamót eru í biðstöðu. 

Taka þeir báðir þátt í háskólakeppni í farsímaleiknum Mobile Legends:Bang Bang sem nýtur mikilla vinsælda í Filippseyjum. Eru þeir meðal 10 leikmanna sem taka þátt í sýningaleikjum í mótinu, þar sem keppt er einn á móti einum. 

Er haft eftir leikmönnunum að þeir séu þakklátir fyrir að fá tækifæri í gegnum rafíþróttir til að keppa, hafa samskipti við aðra og njóta tíma utan körfuboltavallarins á meðan heimsfaraldri stendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert