Tendrað á jólastjörnunni í Kópavogi

Börnin stilltu sér upp í samræmi við þau tvö sóttvarnarhólf …
Börnin stilltu sér upp í samræmi við þau tvö sóttvarnarhólf sem þau tilheyra í Kársnesskóla.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ að tendrað hafi verið á jólastjörnunni á Hálsatorgi í Kópavogi í morgun, á Alþjóðlegum degi barna. Börn úr öðrum bekk Kársnesskóla mættu á staðinn fluttu tvö lög í tilefni dagsins, Bjart er yfir Betlehem og Stúlka upp á stól eftir Ljósbjörgu Helgu Daníelsdóttur, 12 ára nemanda í Kársnesskóla.

Þá hefur verið kveikt á öllu jólaseríum Kópavogsbæjar fyrir utan jólatré bæjarins sem stendur við Menningarhúsin í Kópavogi. Tendrað verður á því laugardaginn 28.nóvember, daginn fyrir fyrsta sunnudag í aðventu, eins og venjan er. Aðventuhátíð verður hins vegar ekki haldin með hefðbundnu sniði í ljósi aðstæðna.

Söngur og gleði á Hálsatorgi.
Söngur og gleði á Hálsatorgi.

Jólastjarnan var fyrst sett upp í fyrra og vakti verðskuldaða athygli enda á fjölförnum stað í miðbæ Kópavogs. Byrjað var að setja upp jólaljós í Kópavogi í lok október og var uppsetningin heldur fyrr á ferð en venjan er, enda ríkar óskir um að lýsa upp skammdegið á tímum Covid-19.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka