Þar sem Queen í veggjum

John Deacon, Freddie Mercury og Brian May á tónleikum í …
John Deacon, Freddie Mercury og Brian May á tónleikum í París 18. september 1984. AFP

Verslun tileinkuð rokkbandinu Queen opnuð í lok mánaðar í Lundúnum. Nýja verslunin hefur hlotið nafnið Queen The Greatest og verður opnuð í Karnabæjarstræti (Carnaby Street) 28. september. Tilefnið er fimmtíu ára afmæli bandsins goðsagnakennda á liðnu ári. 

Um er að ræða tímabundinn gjörning en versluninni verður lokað aftur í janúar á næsta ári. Þar verður hægt að fá tónlist Queen, allar mögulegar og ómögulegar útgáfur, auk minjagripa af ýmsu tagi og „spennandi“ tískuvarnings, að því er fram kemur í máli aðstandenda verslunarinnar. Nýjar vörur verða á boðstólum í viku hverri og alls kyns uppákomum er lofað. Hver mánuður mun hafa sitt eigið þema, tónlist, list og hönnun og galdrar – með viðeigandi innsetningum frá þessum fimm áratugum sem Queen hefur starfað. Þrjátíu ár verða í nóvember liðin frá andláti söngvarans Freddies Mercurys.

Queen The Greatest er ætlað að fara með gesti í ferðalag á tveimur hæðum, gegnum götumarkaði sjöunnar (Freddie Mercury og Roger Taylor voru með bás á Kensington Market), hinar goðsagnakenndu tónleikaferðir áttunnar, hljómplötuverslanir níunnar og alla leið yfir á öld tækninnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg