Enn með slæmt lyktarskyn níu mánuðum síðar

Leikarinn Bryan Cranston fékk kórónuveiruna.
Leikarinn Bryan Cranston fékk kórónuveiruna. AFP

Breaking Bad-leikarinn Bryan Cranston fékk kórónuveiruna í mars. Hann sagði í nýlegum þætti Ellenar DeGeneres að hann glímdi við alvarleg eftirköst en væri þó ekki kominn með fullt lyktarskyn aftur. 

Cranston fékk veiruna ásamt eiginkonu sinni Robin Dearden. Leikarinn grínaðist með að þau hjónin hefðu fengið veiruna snemma þar sem þau vildu vera með. 

„Þetta kom okkur á óvart þar sem við heyrðum að hún væri komin yfir og allt í einu fékk hún hana fyrst. Hún smitaði mig,“ sagði hinn 64 ára gamli Cranston. 

Cranston var heppinn og veiktist ekki mikið. Hann var slappur í nokkra daga, fékk smá hita og var mjög þreyttur í viku eftir að hann fékk hita. Hann sagðist ekki glíma við slæm eftirköst en lyktar- og bragðskynið hefði ekki skilað sér að fullu eftir veikindin. 

„Ég held að 75 prósent séu komin til baka en ef einhver er að hita kaffi og ég kem inn í eldhúsið finn ég ekki lyktina.“

Bryan Cranston og eiginkona hans, Robin Dearden.
Bryan Cranston og eiginkona hans, Robin Dearden. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson