Tónlist

FM95Blö fagna tíu árum með „stærsta partíi aldarinnar“

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Útvarpsþátturinn FM95Blö fagnar tíu ára afmæli með stórtónleikum í Laugardalshöll. 
Útvarpsþátturinn FM95Blö fagnar tíu ára afmæli með stórtónleikum í Laugardalshöll. 

Í tilefni þess að í ár fagnar útvarpsþátturinn FM95Blö tíu ára afmæli þá ætla þeir félagar að efna til veislu.

Veislan verður ekki af verri endanum en um ræðir stórtónleika í Laugardagshöllinni í samvinnu við Nordic Live Events.

Það verður á mörgu að taka enda fátt sem þeim félögum hefur ekki dottið í hug á þessum áratug. Frumsamin lög, tónlistarmyndbönd, tónleikar og ýmiskonar viðburðir. 

Tónleikarnir verða haldnir þann 14. maí og er miðasalan nú þegar hafin á Tix.is.

Fólk getur byrjað að búa sig undir stærsta partí aldarinnar!

 ....segir Auðunn Blöndal í samtali við Vísi.

Á tónleikunum koma fram bæði íslenskir og erlendir tónlistarmenn og eins og sjá má í klippunni hér fyrir neðan er öllu til tjaldað. 

Klippa: FM95BLÖ - Tíu ára afmæli





Fleiri fréttir

Sjá meira


×