Hvassir vindstrengir sem geta verið varasamir

mbl.is/Andrésdóttir

Við fjöll á norðanverðu Snæfellsnesi og við Faxaflóa í dag má búast við hvössum vindstrengjum sem geta verið varasamir ökutækjum sem taka á sig mikinn vind, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. 

Í dag gengur í suðaustan og sunnan 8 til 15 m/s á sunnan- og vestanverðu landinu með rigningu og síðar skúrum. Veðurspá gerir ráð fyrir sjö til 14 stiga hita.

„Það verður hins vegar heldur hægari vindur og yfirleitt þurrt og bjart veður norðaustan til á landinu með hita að 20 stigum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings og jafnframt:

„Talsvert hægari vindur og skúrir á morgun, en áfram þurrt og víða léttskýjað á norðaustanverðu landinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert