Sparkaði í höfuðið á stuðningsmanni

Samuel Eto’o á æfingasvæði Kamerún á HM í Katar.
Samuel Eto’o á æfingasvæði Kamerún á HM í Katar. AFP/Issouf Sanogo

Samuel Eto’o, fyrrverandi knattspyrnumaður liða á borð við Barcelona, Chelsea og Inter Milanó var í vondu skapi eftir að hafa fylgst með leik Brasilíu og Suður-Kóreu í 16-liða úrslitum HM í fótbolta í Katar í gærkvöldi.

Kamerúninn réðst á Alsíringinn Said Mamouni eftir leik, en Samouni er með vinsæla Youtube-síðu og hefur notið þess að horfa á leiki í Katar. Áflogin enduðu með að Eto’o gaf Mamouni hættulegt hnéspark í höfuðið.

Mamouni birti myndband á Youtube í kjölfar árásarinnar, þar sem hann var kominn á lögreglustöð í Katar. Ætlar hann að kæra Eto’o, sem starfar nú fyrir kamerúnska knattspyrnusambandið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert