fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
433Sport

Jón Daði skoraði í sigri Bolton – Midtjylland úr leik í Meistaradeildinni

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 22:05

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Daði Böðvarsson komst á blað fyrir lið Bolton í kvöld sem spilaði gegn Salford í enska bikarnum.

Jón Daðif ékk tækifæri í byrjunarliði Bolton í kvöld sem lenti óvænt undir 1-0 á heimavelli.

Bolton sneri leiknum hins vegar sér í vil og vann að lokum sannfærandi 5-1 heimasigur.

Jón Daði fékk að spila 83 mínútur í kvöld og skoraði annað mark Bolton undir lok fyrri hálfleiks.

Alfons Sampsted og félagar í Bodo/Glimt eru komnir áfram í Meistaradeildinni eftir 1-1 jafntefli við Zalgiris frá Litháen.

Alfons spilaði allan leikinn í jafnteflinu en Bodo/Glimt vann fyrri leikinn örugglega 5-0.

Midtjylland er þá úr leik eftir leik við Benfica sem tapaðist 3-1. Elías Rafn Ólafsson lék í marki Midtjylland sem tapar viðureigninni samanlagt 7-2. Liðið mun fara í Evrópudeildina eftir þetta tap.

Í Svíþjóð spilaði Böðvar Böðvarsson fyrir lið Trelleborg sem gerði markalaust jafntefli við Utsikten í B-deildinni.

Annað markalaust jafntefli var í boði hjá Skövde AIK og Öster þar sem Alex Þór Hauksson lék á miðju Öster.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt mark Caicedo í dag – Skoraði frá miðju

Sjáðu stórkostlegt mark Caicedo í dag – Skoraði frá miðju
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Reynsluboltarnir munu framlengja við Real Madrid

Reynsluboltarnir munu framlengja við Real Madrid