Rykagnir og rakaskemmdir í skóla á Akranesi

Grundaskóli er annar tveggja grunnskóla á Akranesi.
Grundaskóli er annar tveggja grunnskóla á Akranesi. Ljósmynd/Akranes

Úttekt verkfræðistofu á húsnæði Grundaskóla á Akranesi sem staðið hefur yfir að undanförnu hefur leitt í ljós að rykagnir frá glerull séu að valda óþægindum sem nemendur hafa sagt frá. Rykagnirnar koma til vegna ófullnægjandi frágangs rakavarnarlags í lofti og veggjum.

Athugunin er gerð vegna heilsufarseinkenna sem komið hafa fram hjá nokkrum nemendum og auk þess sem umræddar rykagnir valda óþægindum er hluti vandans einnig talinn stafa af rakaskemmdum. 

Grundaskóli er annar tveggja grunnskóla á Akranesi og í honum eru á sjöunda hundrað nemenda. Að því er segir á vef Akranesbæjar hefur ítarleg aðgerðaáætlun verið virkjuð til að bregðast við vandanum. Nemendur og starfsfólk verða tekin út úr þeim rýmum þar sem talið er að loftgæði séu ófullnægjandi.

Svæði í skólanum verða þá lagfærð og endurbætt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert