Björg sinnir heima­hjúkrun meðal annars í efri byggðum borgarinnar og segist hún í sam­tali við Morgun­blaðið upp­lifa ó­öryggi í starfi eftir að á­kveðið var að bílarnir skyldu ekki vera á nöglum.

„Það er allt annað veður­far í efri byggðum. Ég myndi ekki fara út í ó­veðri á mínum bíl. En ég þarf að fara út í hvaða veðri sem er til að sinna vinnu minni. Ég er að fara til fólks sem er veikt. Ég þarf að koma því í rúmið, gefa því lyf,“ segir Björg við Morgun­blaðið og bætir við að starfs­menn heima­hjúkrunar séu oft snemma á ferðinni, jafn­vel áður en búið er að ryðja snjó í öllum hverfum.

Þá bendir Björg á að starfs­menn séu ekki á neinum jeppum heldur smá­bílum á boð við Nissan Micra, Toyota Yaris og Kia Rio. Björg segist hafa mætt litlum skilningi hjá borginni vegna málsins og í­hugar að segja upp störfum vegna þess.