Biden enn sigurvegari í Georgíu eftir endurtalningu

Joe Biden vann ólíklegan sigur í Georgíuríki.
Joe Biden vann ólíklegan sigur í Georgíuríki. AFP

Naumur sigur Joes Bidens forsetaefnis í Georgíuríki hefur nú verið staðfestur af innanríkisráðherra þess. Brad Raffensperger, sem er repúblikani, tjáði fjölmiðlum vonbrigði sín, en sagði að „tölur ljúga ekki“.

Þessi niðurstaða kemur í kjölfar ítrekaðra tilrauna Donalds Trumps og bandamanna hans til að láta snúa ósigri forsetans við fyrir dómstólum landsins, sem hafa þegar vísað kröfum hans frá í þremur öðrum ríkjum.

Í Georgíuríki sigraði Biden Trump með 12.284 atkvæðum eftir endurskoðun kosninganna þar. Joe Biden hlaut samtals tæplega sex milljón fleiri atkvæði en Trump, og 306 kjörmenn á móti 232 hjá andstæðingi sínum.

Öll atkvæði í Georgíuríki voru handtalin við endurskoðunina, en það er umfram það sem reglur um endurtalningu krefjast.

Frétt BBC um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert