Pólitískir ráðuneytisstjórar

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, telur vel athugandi að breyta stjórnsýslunni í ráðuneytum Stjórnarráðsins. Hún nefnir að ástæða sé til þess að horfa frekar til verkefna ríkisstjórnarinnar er venju um ráðuneyta, en stingur jafnframt upp á að ráðuneytisstjórar verði pólitískir trúnaðarmenn ráðherra, sem komi og fari með þeim.

Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að vel megi eiga við skipan ráðuneyta, jafnvel þannig að þeim fjölgi. Hún hefur ekki áhyggjur af viðbrögðum kjósenda við því, svo framarlegar sem slíkar breytingar eru gerðar með umbætur í huga, en ekki af pólitískum hentugleikum til þess að fjölga ráðherrum.

Hildur tekur undir með Helgu Völu um að ekki veiti af örari umskiptum á starfsmönnum milli ráðuneyta og jafnframt að þar mætti hið pólitíska vægi gagnvart embættismannaveldinu að ósekju vera meira.

Þær stöllur eru gestir í Dagmálum í dag, þar sem stjórnarmyndun og æðsta stjórn ríkisins voru efst á baugi. Þátturinn er opinn öllum áskrifendum, en horfa má á hann allan með því að smella hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert