Vitnaleiðslur í Rauðagerðismálinu hefjast í dag

Vitnaleiðslur hefjsat í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Vitnaleiðslur hefjsat í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. mbl.is/Karítas

Skýrslutökur fyrir dómi í Rauðagerðismálinu svokallaða hefjast í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Gert er ráð fyr­ir veru­lega um­fangs­mikl­um vitna­leiðslum sem taka munu fjóra daga sam­fleytt. 

Hinn 13. fe­brú­ar var Arm­ando Beqirai myrt­ur við heim­ili sitt í Rauðagerði í Reykja­vík. Fyr­ir ligg­ur játn­ing Angj­el­ins Sterkajs um að hafa skotið hann. Hann játaði sök við þing­fest­ingu en sagðist hafa verið einn að verki.

Aðrir ákærðir fyr­ir mann­drápið eru Murat Selivrada, Claudia Sofia Coel­ho Car­val­ho og Shpetim Qerimi. Claudia er tal­in hafa fylgst með ferðum Arm­andos og látið vita af þeim, Murat fyr­ir að hafa fyr­ir­skipað eft­ir­litið og Shpetim fyr­ir að hafa ekið Angj­el­in á vett­vang þar sem hann banaði Arm­ando. 

Vitni eru í hið minnsta frá sjö þjóðlöndum; Alban­íu, Portúgal, Lit­há­en, Rússlandi, Rúm­en­íu, Serbíu og Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert